Um mig

Ég heiti María, ég er viðurkenndur IOPT áfallaþerapisti, iðjuþjálfi og markþjálfi með áralanga reynslu af meðferðarvinnu, ráðgjöf og fræðslu. Ég hef starfað á ýmsum sviðum í heilbrigðisgeiranum, bæði á Íslandi og erlendis og alla tíð verið virk í sí og endurmenntun.

 

Eins og svo margir aðrir hef ég gengið í gegnum erfiðleika í lífinu og leit mín að orsök óútskýrðra líkamlegra einkenna varð til þess að ég fór að lesa mér til og kynna mér áhrif áfalla á andlega og líkamlega líðan. Þessi leit mín að svörum leiddi til þess að ég ákvað að mennta mig í IOPT áfallameðferð.

 

IOPT aðferðin heillaði mig algjörlega frá fyrstu stundu og ég er svo spennt fyrir því að geta nú boðið upp á þessa meðferð heima á Íslandi.

  • Ég legg mig fram um að skapa öruggt og gott andrúmsloft í meðferðartímanum, svo þinn sannleikur fái að koma fram. 
  • Meðferðin fer fram gegnum netið svo þú getur setið heima hjá þér í rólegu og öruggu umhverfi og nýtt þér þjónustuna óháð búsetu.
  • Við förum á þínum hraða og smám saman opnum við dyr sem munu hjálpa þér að skilja af hverju þú upplifir lífið þitt eins og þú gerir. Saman munum við finna út úr því hvað þarf til svo þér líði betur og getir lifað því lífi sem þú óskar og verðskuldar.

Viltu vita meira um IOPT aðferðina?

Ýttu á hnappinn fyrir neðan fyrir fría kynningu á IOPT.

Smelltu hér >>